Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Rafsegulsvið og eitruð efnasambönd í barnaherbergjum

Mörg börn hafa örugglega fengið nýjar leikjatölvur í jólapakkanum eða einhver af hinum fjölmörgu raftækjum sem eru í boði inn í barnaherbergið.

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu um daginn sem unnin var upp úr frétt frá Politiken er sagt frá að börn séu viðkvæmari fyrir eitruðum efnasamböndum en fullorðinir og eru áhrif þessara efna verst vegna uppgufunar þeirra úr raftækjum ýmis konar sem finnast gjarnan í barnaherbergjum. Má þar helst nefna halogenljós, tölvur, sjónvörp og leikjatölvur.

Það sem verra er, er að hlutfallslega er oft mest af þessum tækjum í barnaherbergjum og á móti kemur að barnaherbergin eru oft lítil.

Þessi hættulegu efni geta valdið krabbameini og breytt hormónastarfsemi og er því hyggilegt að vera á varðbergi.

Það besta er auðvitað að þessi tæki séu geymd í öðrum vistaverum, heldur en í svefnherbergjum. Ef þau hins vegar eru inni í svefnherbergjum er áríðandi að lofta vel út.

Annað sem mikilvægt er að gera er að taka öll raftæki úr sambandi yfir nóttina. Rafsegulsvið hefur áhrif á hormónið Melatonín en framleiðsla á því er mest þegar við sofum.

Að lokum er mikilvægt að halda herbergjunum hreinum og ryksuga vandlega rafeindatækin reglulega.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í desember 2006

Previous post

Unglingsstúlkur vilja líkjast fyrirmyndum í tónlistarmyndböndum

Next post

Að tala frammi fyrir hópi fólks

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *