GrænmetisréttirUppskriftir

“Ratatoulle”

Hér kemur spennandi uppskrift frá Ingu næringarþerapista

  • 8 vorlaukar
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 2 kúrbítar
  • 4 tómatar
  • 2 eggaldin
  • 100 ml. jómfrúarólífuolía
  • 2 timiangreinar
  • 2 lárviðarlauf
  • 1 rósmaríngrein
  • 3 basillauf
  • 2 salvíulauf
  • salt og pipar

Afhýðið lauk og hvítlauksrif. Laukurinn er skorinn í tvennt en hvítlauksrifin eru notuð heil.

Skellið paprikunni í sjóðandi vatn í 5 mín. þannig að hýðið springi og losni frá.

Afhýðið og fjarlægið kjarnann og skerið í væna bita.

Skerið kúrbít og eggaldin í sneiðar.

Skellið tómötunum í sjóðandi vatn í 1 mínútu, afhýðið, skerið í tvennt og fjarlægið fræin.

Hellið ólífuolíunni á stóra pönnu og setjið allt grænmetið á hana, ásamt öllu kryddinu.

Setjið lok á pönnuna og látið krauma í 20 mín.

Eftir 20 mínúturnar takið þið lokið af og látið malla áfram, þar til allt vatn er gufað upp.

Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Ratatoulle er gott sem meðlæti með öllum mat.

 

Höfundur: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Öðruvísi blómkál í karrýsósu

Next post

Steiktir sveppir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *