SalötUppskriftir

Rauðrófusalat með geitaosti

Hér kemur girnileg uppskrift af salati frá henni Ingu næringarþerapista. Það hæfir vel að fara að létta mataræðið með hækkandi sól.

Uppskriftin passar fyrir 4.

  • 4-5 rauðrófur (ca. 450 gr.)
  • 6 msk.. extra virgin ólífuolía
  • sítrónusafi úr tveimur sítrónum
  • 1 kramið hvítlauksrif
  • smá salt og pipar
  • 4 lúkufyllir klettasalat
  • ca. 175 gr. geitaostur
  • 60 gr. ólífur

Sjóðið rauðrófurnar þar til þær eru orðnar mjúkar. (Ca 30 mín. fer eftir stærð).

Afhýðið og skerið í munnbitastóra teninga.

Hrærið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk, salti og pipar. Hellið helmingi hrærunnar á rauðrófurnar og veltið þeim upp úr blöndunni.

Setjið eina lúku af klettasalati á hvern disk, ¼ af rauðrófum, osti og ólífum ofaná. Hellið svo restinni af salatsósuni yfir.

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Súr-sætt salat með avókadó, eplum og döðlum

Next post

Spínat & fennelsalat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *