Á heimilinuHeimiliðHeimilisbúnaðurMengun og mengunarvarldarUmhverfið

Skaðleg efni í plasti

Þalöt eru efnasambönd sem meðal annars eru notuð til að mýkja plast. Einnig eru þau algeng í sápum, snyrtivörum, málningarvörum og skordýraeitri.

Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York fylki í Bandaríkjunum hafa komist að tengslum þalata við offitu og insúlínþol. Niðurstaðan fékkst eftir að þeir rannsökuðu gögn úr viðamikilli könnun á næringu og heilbrigði karlmanna og náði hún til áranna 1999 til 2002.

Áður hafa vísindamenn fundið tengsl þalata við ófrjósemi. Rannsóknir á dýrum sýndu að þalöt draga úr testesterónmagni í líkamanum og rannsóknir á mönnum hafa sýnt að þalöt valda fækkun á sæðisfrumum hjá körlum.

Lágt testesterónmagn er talið tengjast insúlínþoli og offitu.

Ástæða er því til að minnka notkun á mjúkum plastflöskum undir drykkjarvatn. Flestir nota slíka brúsa í líkamsræktinni og er mun betra að fjárfesta í brúsum úr hörðu plasti.

Einnig skal varast að vera sífellt að nota sömu gosflöskuna með því að fylla hana aftur og aftur af vatni. Algengt er að fólk er með slíkar flöskur á borðinu hjá sér í vinnunni. Mun betra er að standa oftar upp og drekka úr glasi eða bolla.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Bisphenol A - eiturefni í pelum og öðrum plastílátum

Next post

Skaðleg efni í nýjum bifreiðum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *