HeimiliðSnyrtivörur

Sólarvörn

Nýlega var framkvæmd könnun á gæðum og virkni sólarvarna og kom í ljós að 84% þeirra 785 vörumerkja sem skoðuð voru gáfu ófullnægjandi vörn gagnvart skaðsemi sólargeisla eða innihéldu efni sem geta verið skaðleg fyrir líkamann.

Þessi könnun var framkvæmd í Bandaríkjunum af Environmental Working Group. Meðal annars kom í ljós að sumar vinsælar tegundir sólarvarna innihéldu efni sem brotna niður þegar þau komast í snertingu við sólarljós og önnur innihéldu efni sem ganga inn í húðina og geta haft alvarlegar afleiðingar á líkamlega heilsu.

Á vef Maður lifandi er sagt frá annarri rannsókn sem sýnir að þrjú efni sem finnast oft í sólarvörnum geta haft truflandi áhrif á hormónakerfi líkamans og þannig haft skaðleg áhirf. Þessi efni eru: Octyl Methoxycinnamate, Oxybenzone og 4-Methylbenzylidine Camphor.

Það sést á ofangreindu að það borgar sig að huga vel að vali á sólarvörnum.

Höfnundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í júní 2007

Previous post

Góðar aðferðir við flösu

Next post

Hvíttið tennurnar með jarðarberjum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *