Súkkulaðibitakökur í hollari kantinum :)
Systir mín var að dunda sér við að breyta uppáhalds jólasmákökum okkur systkinanna yfir í hollari áherslur og ég get ekki beðið eftir að prófa
- 1/2 bolli smjör (ca. 100 g)
- 3/4 bolli Agave-sýróp (eða eitthvað annað sýróp)
- 1/4 bolli Xylitol
- 1 stk. egg
- 1 bolli heilhveiti
- 1/2 bolli spelt
- 1/2 tsk natron (matarsódi)
- 1/4 tsk salt
- tæpl. 1 bolli kókosmjöl
- 200 g 70% súkkulaði (brytjað smátt)
- (ef þið viljið er hægt að bæta 1/2 – 1 tsk. af vanilludropum)
Aðferð:
Smjörið hrært lint, sætuefnum blandað í, hrært vel og eggið hrært með á eftir.
Mjöli, natroni, salti og kókosmjöli sáldrað út í og súkkulaði bætt við að lokum.
Hnoðið litlar kúlur úr deiginu, og þrýstið svo lítillega á með fingrunum (deigið rennur ekki mikið út við bakstur).
Bakað við meðalhita (175°-180°) í 10 – 12 mín.
Vona að þið njótið vel Gleðileg jól ! Binna.
No Comment