Fæðan sjálf alltaf betri en fæðubótarefnin
Samkvæmt nýjum rannsóknum veita appelsínurnar sjálfar fleiri andoxunarefni og meiri vörn, heldur en C-vítamín í töfluformi. C-vítamínríkir ávextir, sem eru fullir af andoxunarefnum verja frumurnar gegn skemmdum. Þátttakendum var gefið, annaðhvort glas af blóðappelsínusafa, glas af C-vítamínbættu vatni eða glas af sykurvatni, án nokkurs C-vítamíns. Í þeim tveimur hópum sem …
Grænt te gott gegn sjálfsónæmi
Enn og aftur birtist ný rannsókn sem að sýnir fram á kosti þess að drekka grænt te og nú gegn sjálfsónæmi. Rannsóknin var gerð á dýrum með sykursýki 1 og Sjögren´s sjúkdóminn á frumstigi. Tára- og munnvatnskirtlar skemmast þegar um Sjögren´s sjúkdóm er að ræða, en niðurstaðan var sú að …
Bláber eru góð fyrir ristilinn
Náttúrulega andoxunarefnið, pterostilbene, í bláberjum getur dregið úr áhættunni á þróun kabbameins í ristli. Dr. Bandaru S. Reddy, líffræðingur í Rutgers háskólanum í New Jersey, segir að allir ættu að bæta berjum í mataræði sitt og þá sérstaklega bláberjum. Andoxunarefnið pterostilbene, er mjög svipað andoxunarefninu resveratrol, sem að finnst í …
Hreinir djúsar
Breskir vísindamenn hafa komist að því eftir margar rannsóknir í Bretlandi að flestir ávaxta- og grænmetisdjúsar, sem eru 100% og án viðbætts sykurs eða annarra efna, ættu að vera jafn árangursríkir til að berjast á móti sjúkdómum og ávextirnir og grænmetið sjálft. Andoxunarefnin, sem eru í ávöxtunum og í grænmetinu …
Grænmeti er gott fyrir heilann
Nýjar rannsóknir sýna að ef borðað er mikið af grænmeti stuðli það að heilbrigðri heilastarfsemi. Ellikelling lætur síður á sér kræla og viðkomandi heldur lengur góðu minni og skarpri hugsun. Rannsóknin var framkvæmd á tæplega 2000 eldri borgurum í Bandaríkjunum, yfir 6 ára tímabil. Í rannsókninni kom í ljós að …
Sólber og blöðrubólga
Sífellt er verið að gera fleiri og fleiri rannsóknir á því hvernig náttúran og það sem að hún gefur af sér, getur hjálpað til við að fyrirbyggja og jafnvel lækna sjúkdóma. Margar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarið á berjum. Ber mælast með gríðarlega mikið magn af andoxunarefnum og eru mjög …
Grænt te lengir lífaldurinn
Nokkrir bollar á dag af Grænu tei – dugar það til að ná 100 ára aldri eða jafnvel meira? Í Japan er hæsta prósentuhlutfall í heiminum af fólki sem að náð hefur 100 ára aldri eða meira. Er það tilviljun að 80% þessa fólks, drekkur Grænt te daglega, eins og …
Frábær morgunmatur
Í framhaldi af greininni um flavonoids kemur hér morgunverður uppfullur af andoxunarefnum, þar sem bláberin eru ein besta uppspretta þeirra í mataræði okkar. 1 bolli lífræn jógúrt eða Ab mjólk. (Má einnig nota sojamjólk eða rísmjólk) ¼ bolli nýkreistur appelsínusafi ½ bolli fersk eða frosin bláber ½ vel þroskaður banani …
Ofurfæða – Ofurmömmur
Pistill frá Sollu Þegar ég var lítil passaði mamma alltaf vel uppá hvað ég borðaði. Hún gaf mér gjarnan söl (föðurættin mín er úr Eyjum), krækiberjasafa, mjólkursýrt grænmeti, fjallagrasasúpu, baunabuff, möndlur, jurtate, krúska (búið til úr heilum höfrum) brokkolí, hundasúru og fíflasalat, sýrðar rauðrófur, rifnar gulrætur, spírur og fleira í …
Að léttast með hunangi
Hunang er dýsætt og getur verið frábær staðgengill sykurs. Það er miklu hollara, ekkert sérstaklega fitandi, inniheldur færri kaloríur og er uppfullt af vítamínum. Hunang inniheldur miklu fleiri næringarefni en sykur, síróp og aðrar unnar sykurvörur. Það er náttúrulegt hráefni og hið eina í fæðuhringnum sem unnið er úr blómstrandi …