Hár blóðþrýstingur og mataræði
Þegar hjartað dælir blóði um líkamann, þrýstist blóðið út í veggi æðanna. Hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi er þessi þrýstingur óeðlilega hár. Blóðþrýstingur er mældur og skráður með tveimur gildum. Annars vegar efri mörk sem standa fyrir slagbilsþrýsting (systolic pressure) og hins vegar neðri mörk sem standa …
Fæðutegundir ríkar af andoxunarefnum
Í nýlegri rannsókn á 100 ólíkum fæðutegundum úr jurtaríkinu kom fram að eftirfarandi tegundir höfðu hæst gildi andoxunarefna: Ávextir: Úlfaber, Trönuber, bláber, brómber Grænmeti: Baunir (rauðar, nýrnabaunir, pintobaunir og svartar baunir), ætiþistill Hnetur: Pecan hnetur, valhnetur, heslihnetur Andoxunarefni verja frumur líkamans fyrir skemmdum af völdum sindurefna (free radicals). Á þann …
Blóðsykur í jafnvægi
Hvað getur hjálpað okkur við að ná stjórn á blóðsykrinum? Forðast öll einföld kolvetni (sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, kartöflur, og fleira). Borða heilkorn (heilkornabrauð, heilkornapasta, hýðishrísgrjón) Baunir eru góðar fyrir flesta (farið samt varlega í magnið, því þær geta verið þungmeltar). Borða mikið grænmeti. Fara varlega í ávextina (ekki …
Góð eða slæm kolvetni
Kolvetni eru sykrur og sterkjur, þær skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Kolvetni er aðalbrennsluefni líkamans. Flest kolvetni eru frásoguð úr meltingarvegi í formi einsykra, þ.e. þau sem ekki er breytt snögglega í einsykrur í lifrinni. Ekki er æskilegt að borða mikið af einsykrum vegna áhrifanna sem það getur haft …
Ofurfæða – Ofurmömmur
Pistill frá Sollu Þegar ég var lítil passaði mamma alltaf vel uppá hvað ég borðaði. Hún gaf mér gjarnan söl (föðurættin mín er úr Eyjum), krækiberjasafa, mjólkursýrt grænmeti, fjallagrasasúpu, baunabuff, möndlur, jurtate, krúska (búið til úr heilum höfrum) brokkolí, hundasúru og fíflasalat, sýrðar rauðrófur, rifnar gulrætur, spírur og fleira í …
B1 vítamín (Thíamín)
B1 vítamín örvar blóðrásina, hjálpar til við endurnýjun blóðsins og ýtir undir sýruframleiðslu sem er mikilvæg meltingunni. Vítamínið er sérlega tengt andlegri heilsu og virkjar hugsun og starfsemi heilans. Það ýtir undir vöxt, eðlilega matarlyst, þrótt og námshæfni, auk þess sem það dregur úr flug- og sjóveiki. Það auðveldar meltingu …
B6 vítamín (Pýridoxín)
B6 vítamín er það næringarefni sem kemur að fjölbreyttastri líkamsstarfsemi. Það hefur bæði andleg og líkamleg áhrif. Það er sérlega nauðsynlegt vatnsbúskap líkamans og við upptöku fitu og próteina. Það kemur að starfsemi lifrar og myndun tauga- og boðefna. Það styrkir ónæmiskerfið, dregur úr krömpum og getur varnað taugaskemmdum. B6 …
Andoxunarefni
Andoxunarefni er samheiti yfir náttúruleg efni sem vernda líkamann gegn sindurefnum eða þess sem kallast á ensku “free radicals”. Þessi sindurefni eru atóm eða flokkur atóma sem hafa eina eða fleiri óparaðar rafeindir. Sindurefnin geta skaðað lifandi frumur, veikt ónæmiskerfið og leitt til myndunar sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbameins. …