Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Ræstikrem

Blanda matarsóda við örlítið vatn og þú ert komin með lang, lang  besta ræstikremið! Hann er líka lyktareyðandi.

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Vond lykt

Edik er sótthreinsandi og líka lyktareyðandi. Blandaðu borðediki við vatn og strjúktu innan úr skáp með vondri lykt, eða helltu því í dýnu sem lyktar illa, leggðu illa lyktandi þvott í bleyti með ediki eða settu smá edik í þvottavélina.  

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Að hreinsa örbylgjuofninn

Setjið skál með vatni og sítrónu, sem skorin er í tvennt, inn í ofninn.  Stillið á hæðsta hita í ca. 5 mínútur.  Gufan losar öll óhreinindi og hægt er að þurrka auðveldlega úr ofninum með þurrum klút. Fyrir utan það að ofninn lyktar betur.

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Að þrífa bakvið ofna

Það getur oft verið ansi erfitt að þrífa á bakvið miðstöðvarofnana. Bleytið viskastykki eða tusku og leggið það á gólfið fyrir neðan ofninn.  Sækið hárblásarann og blásið rykinu á bakvið ofninn, niður, það fellur á blauta stykkið undir ofninum.

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Að halda baðflísum hreinum

-Setja edik út í vatnið þegar verið er að þrífa baðflísarnar. -Bílabón á flísarnar á baðinu, halda glansanum í ár.

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Vond lykt úr ísskáp

-Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ísskáp og þið losnið við alla lykt úr honum!

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Lím

– Sítrónudropar eru góðir til að ná upp límmiðaklessum, þeir eru líka góðir til að ná límklessum úr hári þegar verið er að föndra.

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Pennastrik á veggjum

– Tannkrem á pennastrik og liti á veggjum, þrífa það svo af með blautri tusku.

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Perlur og annað smádót

Ef börnin eru að perla og perlurnar fara út um allt þá er bara að skella nælonsokk á ryksuguna og sjúga perlurnar upp, taka sokkinn og tæma í perluboxið. Sparar bakið 😉

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Gólfmotturnar þrifnar

Besta ráðið til að djúphreinsa gólfmottur án þess að setja þær í hreinsun eða teppahreinsivél, er að fara með þær út þegar frost er og nýfallinn snjór. Þá er snjórinn ennþá hreinn og nægilega þurr. Dustið motturnar eins og venjulega eða ryksugið, áður en þið farið með þær út. Snúið þeim …

READ MORE →