
Ísbreiðan horfin eftir 10 ár?
Á eyjan.is er sagt frá nýjustu mælingum Snjó- og ísmælingastofnunar Bandaríkjanna sem sýndu að ísbreiðan við Norðurheimskautið hefur aldrei mælst minni. Bráðnun íssins er mun hraðari en loftslagslíkön hafa spáð fyrir. Fyrir nokkrum árum var því spáð að sumarísinn myndi allur ná að bráðna á árabilinu 2070 til 2100 en …

Drukknum ekki í rusli!
Magn úrgangs í heiminum vex stöðugt og erum við hér á landi engin undantekning. Hvert mannsbarn á Íslandi hendir um þrjú hundruð kílóum af úrgangi á hverju ári og þá er ekki talinn úrgangur frá öðru en heimilunum. Endurvinnsla á úrgangi hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum en þrátt fyrir …

Banna hefðbundnar ljósaperur
Í Morgunblaðinu 17. mars síðastliðinn var frétt um að leiðtogar innan Evrópusambandsins eru að skoða, hvort banna eigi hefðbundnar ljósaperur, til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. Ástæðan fyrir þessari umræðu er sú að hefðbundnar ljósaperur vannýta orkuna allverulega. Þessar venjulegu ljósaperur, sem við eigum að venjast, breyta aðeins um 20 prósentum …

Pilla gegn gróðurhúsaáhrifum jórturdýra
Við höfum greint frá því hér í Heilsubankanum að búfé veldur hlýnun andrúmslofts (sjá hér – Búfé veldur hlýnun andrúmslofts). Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu er nú verið að þróa pillu sem kemur í veg fyrir vindgang hjá kúm og er það nýjasta aðferðin til að vinna á móti hlýnun loftslags. …

Getum við keypt regnskóg?
Við höfum fjallað um og sagt frá verkefninu Kolviður (Kolefnisjafnaðu þig) hér á síðum Heilsubankans sem er frábært framtak þar sem fólki gefst tækifæri á að greiða í sjóð til að styrkja skógrækt, sem á að vinna á móti þeirri mengun sem hlýst af notkun samgöngutækja af okkar hálfu. Hefur …

Af hverju fer kaffiverð hækkandi?
Það óar kannski mörgum við því hve poki af kaffibaunum er orðinn dýr. En það er ekki eingöngu græðgi kaffibaunaræktenda, skattar og álagning sem því veldur. Aðstæður til kaffiræktunar hafa breyst á síðustu árum og það ekki til batnaðar. Helstu ræktunarsvæði kaffibauna eru í Mið-Ameríku, Brasilíu, Afríku og á Indlandi. …