Áhrif rafsviðs í svefnherberginu
Á meðan við sofum vinnur líkaminn að viðgerðum og uppbyggingu á sjálfum sér. Því ferli er stýrt með mjög veikum rafboðum sem berast auðveldlega um líkamann þar sem hann er að mestu úr vatni og vatn leiðir rafmagn vel. Hins vegar er ýmislegt sem getur truflað þessa uppbyggingu líkamans meðan …
Þægileg aðferð til geymslu á rúmfötum
Setjið saman það sem þarf á rúmið, lak, sængurver og koddaver. Hafið bunkann í hæfilegri stærð svo að hægt sé að setja allt settið saman inn í eitt koddaverið. Þá er kominn mjög svo meðfærilegur bunki, allt á einum stað og auðvelt að kippa honum undan öðrum bunkum á hillunni. …
Krumpaðir dúkar
Stundum virðist vera sama hversu vel dúkurinn er straujaður, alltaf eru krumpur eftir sem er ómögulegt að ná úr. Einnig eru oft í þeim brot eftir að þeir hafa legið lengi samanbrotnir í skúffunni. Gott ráð er að leggja dúkinn á borðið daginn áður en halda skal boðið, spreyja létt …
Að sparsla í göt eftir nagla
Til að sparsla í göt á vegg, eftir nagla og skrúfur, er gott að gera þunna sparslblöndu, fá sér þykkt sogrör og fylla það með sparslblöndunni. Svo er rörinu stungið alveg inn í gatið á veggnum, rörið er klemmt saman og blöndunni þrýst inn í gatið. Á þennan hátt fyllist …
Hvað má taka úr sambandi?
Hver kannast ekki við að undir tölvunni, við sjónvarpsskápinn eða þar sem mikið er af raftækjum, er undantekningarlaust mikil snúruflækja. Hvaða snúru má svo taka úr sambandi? Það getur verið erfitt að hitta á réttu snúruna þegar að þess gerist þörf. Hvítu plaststykkin sem notuð eru til að loka brauðpokunum …
Skýjaðir blómavasar
Til þess að þrífa skýjaða blómavasa er gott að fylla þá af vatni og setja fullt af salti í vatnið, þá verða þeir aftur glærir og fínir.
Ræstikrem
Blanda matarsóda við örlítið vatn og þú ert komin með lang, lang besta ræstikremið! Hann er líka lyktareyðandi.
Vond lykt
Edik er sótthreinsandi og líka lyktareyðandi. Blandaðu borðediki við vatn og strjúktu innan úr skáp með vondri lykt, eða helltu því í dýnu sem lyktar illa, leggðu illa lyktandi þvott í bleyti með ediki eða settu smá edik í þvottavélina.
Að hreinsa örbylgjuofninn
Setjið skál með vatni og sítrónu, sem skorin er í tvennt, inn í ofninn. Stillið á hæðsta hita í ca. 5 mínútur. Gufan losar öll óhreinindi og hægt er að þurrka auðveldlega úr ofninum með þurrum klút. Fyrir utan það að ofninn lyktar betur.
Að þrífa bakvið ofna
Það getur oft verið ansi erfitt að þrífa á bakvið miðstöðvarofnana. Bleytið viskastykki eða tusku og leggið það á gólfið fyrir neðan ofninn. Sækið hárblásarann og blásið rykinu á bakvið ofninn, niður, það fellur á blauta stykkið undir ofninum.