Þáttur trefja í lífi án sjúkdóma
Öll vonumst við til að lifa lífinu hraust og án sjúkdóma og verkja. En hvað er það sem að við getum gert til að sleppa svo vel. Valdið er í þínum höndum. Þitt er valið, hvernig þú vilt lifa lífinu og meðhöndla líkama þinn. Það að borða reglulega er mjög …
Grænmeti
Hvernig er best að halda sem mestu af hollustu í grænmetinu sem að við notum til matargerðar? Mismunandi er hve mikið tapast af næringu grænmetisins við eldun, það getur farið eftir tegundum. Lítið tapast af hollustunni ef að útbúnir eru djúsar úr grænmetinu. (Sjá Hreinir djúsar) Einna mest tapast af trefjunum þar …
Fiskur er frábær matur
Borðar þú nægan fisk? Fiskneysla hefur minnkað gífurlega síðastliðna áratugi, því miður, þar sem neysla hans getur haft mikil og góð áhrif á heilsuna. Borða ætti fisk, allavega tvisvar í viku. Fiskur inniheldur mikið af vítamínum, sérstaklega E-vítamín og B-vítamín, einnig steinefni eins og sink og selen, svo er hann …
Egg
Ef þú ert ekki viss um hvort að eggin séu í lagi getur þú sett vatn með salti í skál og sett eggin í. Ef þau sökkva eru þau í lagi, en ef þau fljóta fara þau beint í ruslafötuna. Ef þú ert í vafa um hvort egg sé soðið eða …
Ólífur
Ef sett er sítrónusneið neðst í krukku með ólífum, eftir að búið er að opna krukkuna haldast ólífurnar lengur ferskar og fínar.
Paprika
Ef paprikan er orðin eitthvað slöpp, búin að missa stinnleikann og orðin svolítið krumpuð, er gott ráð að skera hana í tvennt, taka kjarnann út og láta hana liggja í köldu vatni í nokkra klukkustundir þá verður hún stinn og flott og hægt að nota hana með sóma.
Hvítlaukspressan
Ef sett er smá matarolía með í hvítlaukspressuna er auðveldara að kreista hvítlaukinn og ekki nóg með það, heldur er mun auðveldara að þrífa hvítlaukspressuna á eftir.
Áhrif örbylgjuhitunar á mat
Mikið hefur verið skeggrætt um áhrif örbylgjuofna í matargerð síðustu ár og áratugi. Sumum finnst örbylgjuofninn hið mesta þarfaþing og nota hann við hverja matseld. Aðrir vilja ekki sjá hann, finnst maturinn slepjulegur og óspennandi eftir örbylgjuhitunina. Ljóst er að matur missir nokkuð af næringargildi sínu við hitun, einhver ensím …
Litar- og aukaefni í mat
Breskir rannsakendur frá The University of Southampton gerðu nýlega, enn eina rannsóknina um litar- og aukaefni í mat og hve mikil áhrif þessi efni geta haft á börn og hegðun þeirra. Áður hafa verið fundnar tengingar á milli ofvirkni og einbeitingaskorts og þess að litar- og eða ýmis aukaefni séu …