
Iðraólga
Inni á spjallsvæðinu um daginn var verið að spyrjast fyrir um iðraólgu og möguleg úrræði við henni og tók ég því saman þessa grein. Iðraólga (Irritable Bowel Syndrome = IBS) er heiti á kvilla sem áður gekk undir nöfnum eins og ristilerting, þarmaerting eða ristilkrampi. Ég sjálf þjáðist af þessum …

Góð eða slæm kolvetni
Kolvetni eru sykrur og sterkjur, þær skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Kolvetni er aðalbrennsluefni líkamans. Flest kolvetni eru frásoguð úr meltingarvegi í formi einsykra, þ.e. þau sem ekki er breytt snögglega í einsykrur í lifrinni. Ekki er æskilegt að borða mikið af einsykrum vegna áhrifanna sem það getur haft …

Nokkur góð ráð fyrir meltingu um jól og aðventu
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti er þekkt fyrir námskeiðin sem hún hefur haldið í Heilsuhúsinu og stóð hún fyrir námskeiðinu “Góð melting – Gleðileg jól”. Í nýjasta Heilsupóstinum frá Heilsuhúsinu er að finna nokkur ráð frá Ingu, sem létta undir með meltingunni þegar hún er undir auknu álagi eins og á þessum árstíma. …

Mjólkuróþol
Það er kallað mjólkuróþol þegar einstaklingur getur ekki melt mjólkursykur (laktósa). Þessa einstaklinga skortir nægjanlegt magn ensíma sem kallast laktasi, en það gegnir því hlutverki að brjóta niður mjólkursykurinn í meltingarvegi. Bent skal á að mjólkuróþol og mjólkurofnæmi er sitt hvor hluturinn. Ef fólk er með ofnæmi fyrir mjólk þá …

B3 vítamín (Níasín)
B3 vítamín er nauðsynlegt blóðrásinni, minnkar kólestról í blóði, er æðavíkkandi og lækkar því blóðþrýsting. Það gerir húðinni gott, eykur þol hennar gegn sól, vinnur gegn sárum í munni og andremmu. Það styður við taugakerfið, kemur að efnaskiptum kolvetna, fitu og próteina, stuðlar að sýruframleiðslu í meltingarkerfinu og hjálpar þannig …

B12 vítamín (Kóbalamín)
B12 vítamínið vinnur á móti blóðskorti. Það vinnur með fólinsýru við stjórnun á myndun rauðra blóðkorna og gegnir hlutverki í því hvernig við nýtum járn. B12 vítamínið hjálpar til við meltingu, upptöku á næringarefnum, nýtingu próteina og meltingu kolvetna og fitu. B12 viðheldur heilbrigði húðarinnar, vinnur að viðhaldi og uppbyggingu …

Hvítlaukur
Hvítlaukur er ein verðmætasta matartegund sem fyrirfinnst á jörðinni. Hann er öflugasta sýkla”lyfið” sem kemur beint frá náttúrunnar hendi. Hvítlaukur hefur verið notaður í aldanna rás og er talað um hann í fornum ritum Grikkja, Babilóníumanna, Rómverja og Egypta. Hvítlaukur er öflug lækningajurt. Hann berst á móti sýkingum, er góður …

Íslensk fjallagrös
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru algeng um allt land mest á hálendi og á heiðum, en finnast líka á láglendi. Fjallagrös eru fléttur, sem eru sambýli svepps og þörungs. Um er að ræða samvinnu tveggja lífvera sem báðar hagnast á hvor annarri. Sveppurinn sér fyrir vatni og steinefnum, en þörungurinn myndar …

Bláber
Það er fátt sem ég veit skemmtilegra, síðsumars, en að sitja úti í guðsgrænni náttúrunni og tína bláber. Þessi iðja nærir mig á sál og líkama. Hreyfingin og útiveran fyllir mann orku og ég veit varla um betri hugleiðsluaðferð. Hugurinn á mér verður algjörlega kyrr og tómur við tínsluna og …