Einfalt, fljótlegt, hollt og gott í skólatöskuna
Pistill frá Sollu Heimagerða nestisboxið hefur vinninginn Mér finnst svo stórkostlegt að unglingurinn minn sem er farinn að maskara sig með lífrænum maskara á efri augnhárunum, skuli enn biðja mig um að útbúa fyrir sig nesti. Það liggur við að ég þakki almættinu fyrir hvern þann dag, sem heimagerða nestisboxið …
Spínat og hnúðkálssalat
100 g spínat* ½ – 1 hnúðkál, afhýtt og skorið í þunna litla bita Dressing 2 lífrænar gulrætur, rifnar eða smátt skornar 1-2 sellerístilkar, smátt skornir ½ – 1 dl kókosvatn (frá dr.Martin) 2 msk lime/sítrónusafi 1-2 msk ferskur engifer, smátt saxaður 1-2 msk fínt rifin piparrót ½ tsk himalayasalt …
Hráfæði
Pistill frá Sollu Hráfæði er það allra heitasta í heilsuheiminum Allt fer í hringi, líka hráfæði Það er svo merkilegt hvernig allt fer í hringi. Eitt það heitasta í heilsuheiminum í dag er hráfæði. Amma mín og nafna Sólveig Jesdóttir kynntist hráfæði í Kaupmannahöfn árið 1918 og hreifst með. …
Blómkál -Skemmtileg tilbreyting í eldhúsinu
Pistill frá Sollu Blómkálshúmor Ein af skemmtilegri bíómyndum sem ég hef séð (alla vegana í minningunni) heitir Ævintýri Picassos. Atriðið sem mér finnst standa upp úr og ég hlæ alltaf jafn mikið af, er þegar fullt af fólki er í veislu og borðar ótrúlega mikið blómkál og í kjölfarið þá …
Grunnurinn að líkamlegu heilbrigði
Pistill eftir Sollu Rykið dustað af sýru/basa jafnvæginu Þegar ég var að byrja í mataræðispælingunum fyrir tæpum 30 árum síðan þá stóð ég algjörlega á byrjunarreit. Ég var að verða tvítug og kunni ekki að sjóða vatn, það eina sem ég gat gert skammlaust í eldhúsi var að skera niður …
Rauðrófur – misskilda grænmetið
Pistill frá Sollu Fordómar gagnvart rauðrófum Ég var alin upp í að ég held miklu fordómaleysi, foreldrar mínir eru með víðsýnni og umburðarlyndari manneskjum sem ég þekki. Aldrei hef ég fundið svo mikið sem vott af fordómum í þeirra máli eða fari. En ég verð aðeins að opna mig. Einhversstaðar …
Ungar kókoshnetur – young coconut
Pistill frá Sollu Þegar ég kom til Puerto Rico í fyrsta skipti á heilsustofnunina sem dr. Ann Wigmore stofnsetti þá vakti athygli mina risastór kassi eða ker fullur af grænum kókoshnetum. Þessi kassi var staðsettur í einu horninu á garðinum umhverfis stofnunina. Við kassann var afsagaður trábútur sem var notaður …
Flatbökur – Pítsur
Pistill frá Sollu – Upplagður matur í tímaleysi aðventunnar – eiga frystan pitsubotn, skella fyllingu ofaná, inn í ofn og BINGO Skyndibita breytt í heilsubita Saltfiskur, saltkjöt og bjúgu voru meðal þess sem aldrei voru á boðstólnum á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Móðir mín hafði upp …
Litlir ávaxta- og grænmetispinnar
Hægt er að gera margar útgáfur af grænmetis og ávaxtapinnum með því að nota tannstöngla eins og notað er í ostapinna hér koma nokkrar hugmyndir af pinnum: tómatur + gul paprika + agúrka agúrka + ólífa brokkolí + rauð paprika kirstuberjatómatur + ólífa agúrka + brokkolí + spínat kirsuberjatómatur + …
Nýstárleg blómkálsstappa
½ – 1 blómkálshöfuð (um ½ kg), skorið í litla bita 2 ½ dl kasjúhnetur*, lagðar í bleyti í 1-2 klst hálft lime 2 hvítlauksrif 1 tsk laukduft 2 tsk krydd (karrý, ítalskt, – veldu krydd eftir hvað passar við þann mat sem þú ert með) 5 msk vatn 1 …