Greinar um hreyfinguHreyfing

Tai Chi getur hjálpað við sykursýki

Nýjar rannsóknir, gerðar af Dr. Kuender D. Yang og hans teymi frá Chang Gung Memorial Hospital í Taiwan, benda til þess að það að stunda Tai Chi, efli ónæmiskerfið og jafni blóðsykursójafnvægi hjá fólki sem að hefur sykursýki 2.

Eftir 12 vikna Tai Chi þjálfunarprógram, hafði magn A1C verulega lækkað, mæling sem segir til um langtíma blóðsykurjafnvægi, bæði hjá konum og körlum með sykursýki. Einnig kom fram mikið aukið jafnvægi T-frumna, sem hjálpar ónæmiskerfinu að halda velli og berjast á móti óæskilegum örverum í líkamanum.

Fólk með sykursýki 2, þarf venjulega að eiga við langvarandi og síendurteknar bólgur í líkamanum. Erfiðar æfingar geta því stundum verið skaðandi fyrir sykursýkissjúka. Tai Chi, sem byggist upp á flæðandi, mjúkum hreyfingum, hefur aftur á móti bætandi áhrif á allt blóðflæði líkamans, hjarta- og lungnaheilsu og samkvæmt þessum nýju rannsóknum einnig styrkjandi fyrir ónæmiskerfi líkamans.

Rannsóknin var framkvæmd á 32 einstaklingum með sykursýki, bæði konum og körlum. Þátttakendur tóku þátt í þremur, klukkustunda löngum, Tai Chi æfingum í viku, yfir 12 vikna tímabil. Augljós munur var á öllum þátttakendum eftir þennan tíma, hvað varðar ónæmisstyrk, hjarta- og lungnaheilsu, jafnvægi og bólguviðbrögð. Blóðsykur hélst einnig í mun betra jafnvægi og almenn heilsa varð mun betri.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Þjálfun með stuttum hléum eykur þol

Next post

Að byrja aftur að æfa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *