Á heimilinuHeimiliðHreinsiefni / Þriftips

Umhverfisvænar vörur

Samkvæmt frétt á vefsíðu Neytendasamtakanna hafa Íslendingar lítil tækifæri á að versla umhverfisvænar vörur.

Samtökin könnuðu úrval af umhverfismerktum vörum í íslenskum verslunum og kom í ljós að úrvalið af umhverfismerktum vörum er mjög lítið og í engu samhengi við það mikla vöruúrval sem neytendum á hinum Norðurlöndunum stendur til boða.

Hér á landi er helst að finna umhverfismerkt hreingerningarefni, salernispappír og eldhúsrúllur og er þá úrvalið að mestu upp talið.

Jafnframt er sagt frá því að þekking okkar Íslendinga á umhverfismerkingum er lítil. Gerð var könnun á þekkingu norrænna neytenda á Svansmerkinu og kom í ljós að Íslendingar eru sú Norðurlandaþjóð sem hefur minnsta þekkingu á Svaninum en Svanurinn er þó algengasta umhverfismerkið hér á landi.

Til að breyting verði á þurfum við sem neytendur að spyrja í auknu mæli eftir umhverfismerktum vörum og taka þær framyfir aðrar vörur.

Samkvæmt vefsíðu Umhverfisstofnunar hafa rannsóknir sýnt að Íslendingar tengja hugtakið “Umhverfisvernd” fyrst og fremst við landgræðslu, skógrækt og vernd fiskistofna en leiða síður hugann að sjálfbærri þróun og til þess hvaða áhrif þeirra eigin neysla hefur á umhverfið.

Sjá Umhverfisverndarmerki

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst í febrúar 2007

Previous post

Ilmefni á heimilum

Next post

Áhrif örbylgjuhitunar á mat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *