Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Unglingsstúlkur vilja líkjast fyrirmyndum í tónlistarmyndböndum

Eva Harðardóttir og Ingunn Ásta Sigmundsdóttir sendu inn grein í Morgunblaðið um daginn sem fjallaði um rannsóknarefni þeirra til BA prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.

Rannsókn þeirra beindist að líkamsímynd íslenskra unglingsstúlkna og hvernig hún tengist útliti kvenna í fjölmiðlum og þá sérstaklega í tónlistarmyndböndum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru í takt við það sem erlendar rannsóknir hafa sýnt. Niðurstöðurnar bentu til að slæm líkamsímynd unglingsstúlknanna tengdist samanburði á útliti þeirra við útlit á fyrirmyndum þeirra í fjölmiðlum og voru tengslin sterkust á milli þess að bera sig saman við þessar fyrirmyndir og þess að vilja breyta eigin útliti í samræmi við útlit kvennanna í tónlistarmyndböndunum.

Það komu hins vegar ekki fram nein tengsl á milli áhorfstíma á tónlistarmyndböndin og áhrifa á líkamsímyndina, sem segir að það er ekki nóg að takmarka áhorfstíma hjá börnunum heldur þurfum við sem foreldrar að velta fyrir okkur hvað börnin eru að horfa á og ræða við þau um þær fyrirmyndir sem bera fyrir augu þeirra í fjölmiðlum.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2007

Previous post

Enn um áhrif hugans á frammistöðu

Next post

Rafsegulsvið og eitruð efnasambönd í barnaherbergjum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *