Greinar um hreyfinguHreyfing

Úthaldsíþróttir og næring

Í nýjasta tölublaði Útiveru (4. tbl, 5. árg.) er góð grein, eftir Sigurð V. Smárason, þar sem hann fjallar um mikilvæg atriði sem þarf að huga að hjá fólki sem stundar úthaldsíþróttir.

Hann er þar að skoða hvernig við höldum jafnvægi á vökvabúskapnum og söltum líkamans. Þeim mun lengur sem fólk er undir áreynslu, þeim mun mikilvægara er að huga að því að halda þessu jafnvægi.

Ég hvet alla sem stunda langhlaup, fjallgöngur og aðra hreyfingu sem krefst mikillar áreynslu og úthalds, að kynna sér þessa grein. Með því að huga að þeim þáttum sem skoðaðir eru, tryggir fólk sér aukið úthald og betri líðan.

Nokkrir punktar úr greininni:

  • Mikilvægt er að viðhalda kolvetnaforða líkamans – nærast jafnt og þétt
  • Neysla próteina eða amínósýra slær á þreytutilfinningu
  • Orkudrykkir eru ekki alltaf besti kosturinn til að viðhalda vökva-, salt- og kolvetnabúskap líkamans
  • Ef tekið er inn meira af söltum en tapast í svita, eykur það þvagmyndun og vökvatap
  • Ef tekið er inn minna af söltum en tapast í svita, getur það leitt til skerts þols og í versta falli hjartsláttartruflana
  • Fólk bætir sér ekki upp vökvatap, eingöngu með því að drekka vatn við þorsta
  • Minna en 2% vökvatap er nægjanlegt til að skerða þrek og úthald
  • Þrúgusykur ættu flestir að varast þar sem hann getur valdið miklum sveiflum í blóðsykri

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Hlaup

Next post

Það slæma getur haft verndandi áhrif

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *