Kökur og eftirréttirUppskriftir

Vatnsdeigsbollur úr spelti

Inga sendi okkur uppskrift af spelt-vatnsdeigsbollum í tilefni af komandi Bolludegi. Ef þið viljið fá súkkulaðitopp á bollurnar þá er bara að bræða Carobella eða Sojabella yfir vatnsbaði og dýfa bollunum ofaní. Svo er bara að nota sykurlausa sultu og rjóma eða sojarjóma á milli. Njótið vel.

  • 2 dl. vatn
  • 1 ½ matsk. extra virgin ólífuolía
  • 100 gr. fínt (sigtað) spelt
  • 2 stór egg (3 lítil)

 

Sjóðið saman í potti, vatn og olíu.

Takið pottinn af hitanum og hrærið speltinu út í (hrærið kröftuglega).

Setjið pottinn aftur yfir hitann og hrærið deigið saman þar til það hefur fengið mjúka áferð.

Kælið pottinn með deiginu í (t.d. í vatnsbaði).

Hrærið eggin saman og bætið þeim smám saman út í kalt deigið og hrærið á meðan með handþeytara.

Hrærið deigið vel eftir að eggjunum hefur verið bætt útí.

Hitið ofninn í 200°.

Setjið bökunarpappír á plötu, búið til ca 9 bollur úr deiginu og bakið í miðjum ofni.

Opnið ekki ofnhurðina fyrstu 20 mín.

Bakist í 30 mín. við 200°

 

Höfundur: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Pönnukökur með berjum og cashew kremi

Next post

Sólskinsmuffins

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *