MataræðiÝmis ráð

Viðbættur sykur

Það er stöðugt verið að deila um það hvort það sé slæmt að hvetja fólk til að sneiða hjá viðbættum sykri. Með viðbættum sykri er átt við sykur í matvöru sem bætt hefur verið við vöruna í framleiðslu. Þannig er ekki verið að tala um náttúrulegan sykur í matvælum.

Mér finnst umræðan oft hafa farið út á villigötur og oft hafa aðilar farið að deilu um hvor hafi rétt fyrir sér þegar þeir eru í raun ekki að tala um sama hlutinn. Annar aðilinn er að tala um viðbættan sykur á meðan að hinn aðilinn klifar á því að við getum ekki lifan án sykurs.

Það er alveg á hreinu að við getum vel komist af án viðbætts sykurs. Það hef ég meira og minna gert í fjöldamörg ár og hef lifað góðu lífi.

Einnig hefur verið mikið í umræðunni að það sé slæmt að búa við boð og bönn og því ekki fýsilegt að banna fólki alfarið að neyta viðbætts sykurs. Það eigi heldur að hvetja fólk til að nota sykur í hófi.

Þetta er vel ef fólk hefur tök á að stjórna þessu. En það eru margir í vanda staddir með þetta og eru oft betur settir með að láta sykurinn alfarið vera, annars eru þeir stöðugt að eiga við sykurlanganir. Þetta tel ég miklu frekar vera slæmt og koma inn samviskubiti auk þess sem fólk rífur sig niður fyrir að standa ekki við markmið sín.

En ef á að forðast það að hvetja fólk alfarið til að sneiða hjá sykurneyslu, hvert er þá hámarksmagnið sem fólk ætti að neyta af sykri?

Fram kemur í grein Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, matvæla og næringarfræðings, á vef Lýðheilsustofnunar að hámarks inntaka viðbætts sykur ætti að miðast við 10% af orkuinntöku. Ef miðað er við 2000 kaloríur á dag ætti hámarksneysla á sykri á dag að miðast við 50 grömm. Samkvæmt Önnu samsvarar það sykurmagni í hálfri hálfslíters gosflösku.

Þarna er dagskammturinn kominn. Og þá er ekki pláss fyrir sykraðar mjólkurvörur, brauðmeti sem oftast er með viðbættum sykri, sæta ávaxtadrykki, múslí sem oft er með viðbættum sykri og svona mætti lengi telja.

Er þá ekki alveg eins gott að hafa viðmiðið það að sleppa viðbættum sykri með öllu nema á sérstökum tyllidögum þar sem við getum leyft okkur að bragða lítið eitt á veisluföngum. Þá þurfum við ekki stöðugt að velta því fyrir okkur hvort við séum að fara fram úr hámarks skammtinum og við erum laus við sykurpúkann sem stöðugt suðar um meira.

Previous post

Þáttur trefja í lífi án sjúkdóma

Next post

Kókosolía

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *